Hollt og þroskandi að stíga reglulega út fyrir þægindarammann
17. júlí, 2023

Heimir Hallgrímsson, tannlæknir og knattspyrnuþjálfari fer ekki troðnar slóðir þegar kemur að löndum til að þjálfa í. Eftir farsælan, svo vægt sé til orða sem þjálfari í íslenska karlalandsliðsins þjálfaði hann Al-Arabi í Katar árin 2019 til 2021. Þá tekur við hlé frá þjálfun þar til síðasta vetur að hann tók við landsliði Jamaíka. Suðræn paradís í Karabíska sem hefur helst getið sér gott orð fyrir frábært íþróttafólk og tónlistina hans Bob Marley. Minna hefur farið fyrir afrekum þeirra á knattspyrnuvellinum en nú er Heimir tekinn við taumunum og stefnir hátt.  

Er kannski ekki í ólíkri stöðu og þegar hann og Lars Lagerbäck tóku við íslenska landsliðinu árið 2011. Stefnan var sett á að komast á stórmót og það tókst með eftirminnilegum hætti þegar Ísland komst í átta liða úrslit á EM í Frakklandi 2016 og HM í Rússlandi tveimur árum seinna. Og enn og aftur er stefnan sett á stórmót. Eiginkonan, Íris Sæmundsdóttir, fyrrum landsliðskona og þjálfari í knattspyrnu starfar með yngri landsliðum kvenna á Jamaíka þannig að þau hafa í mörg horn að líta. 

Bæði eru þau Eyjafólk og tóku út sinn þroska sem leikmenn og þjálfarar hjá ÍBV og skarta bikarmeistaratitli kvenna í fótbolta, hún sem fyrirliði ÍBV og hann þjálfari. Seinna náði Heimir mjög góðum árangri með karlalið Eyjamanna og nú er það Jamaíka. 

Stuttur aðdragandi 

„Aðdragandinn var ekki langur. Þetta þurfti að gerast hratt því þeir áttu leik við Argentínu í lok september 2022 og ég skrifaði undir tíu dögum fyrir leik. Það var sérstök staða að hafa ekki meiri tíma til að kynnast heilu landsliði. Hvað þá ef þú ert að fara spila við Argentínu. Það var kannski ekki auðveldasti eða uppáhaldsmótherjinn sem maður gat valið sér. Já, fyrirvarinn var stuttur en við ákváðum að slá til,“ segir Heimir.  

Hann vissi lítið um fótboltann á Jamaíka en þau voru þó ekki alveg ókunngug landinu. „Við fórum þangað í frí fyrir 25 árum síðan og það fyndna er að við búum á nákvæmlega sama stað og þá. Þannig að við þekktum eyjuna og veðriðns en vissum ekkert um fótboltann. Þeir eiga mikið af mjög góðum leikmönnum og í dag eru sex sem spila í ensku úrvalsdeildinni. M.a. Leon Baily hjá AstonVilla, Michael Antonio hjá West Ham og Bobby Reid hjá Fulham. Mjög góðir leikmenn en það hefur ekki skilað sér upp í landsliðið. Það er því verkefnið að búa til gott lið og það er alveg raunhæft markmið.“  

Heimir segir að þeim hafi verið mjög vel tekið. „Við getum ekki kvartað en þetta er lítið knattspyrnusamband sem hefur ekki úr miklum fjármunum að spila. Þannig að eðlilega gengur ekki allt upp. En móttökurnar voru góðar og allir mjög almennilegir við okkur. Knattspyrnusambandið hefur mætt mótlæti en nú finnur fólk fyrir meðbyr. Okkur hefur gengið ágætlega og margt spennandi framundan,“ segir Heimir og eru það orð að sönnu. 

Stefnan sett á HM 2026 

„Í sumar eru leikir í Mið- og Norður Ameríku sem CONGACAF, Knattspyrnusamband Suður- Mið- og Norður Ameríku og þjóða í Karabískahafinu stendur fyrir. Þeir eru með sína meistaradeild, Gold Cup sem er haldin annað hvert ár. Heimsmeistarakeppnin 2026 verður í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada og verður Suður Ameríkukeppnin haldin í Bandaríkjunum á næsta ári sem er stærsta álfukeppnin utan Evrópu. 

Hún verður stækkuð þannig að hún verði í líkingu við HM og er liður undirbúningi fyrir Bandaríkjamenn. Þar verða sex bestu þjóðirnar í CONGACAF. Við eigum möguleika á að fara á Gold Cup í ár, Suður Ameríkumótið á næsta ári, svo Gold Cup 2025, möguleika á komast á HM 2026 og vera með í lokakeppni næstu fjögur sumur ef allt gengur upp.“ 

Hefurðu mannskap og meðbyr til ná takmarkinu? „Já, ég held það ef allt gengur upp hjá okkur og liðið tekur framförum. Það er gríðarlega stórt að fá að taka þátt í Suður Ameríkukeppninni á næsta ári þar sem verða lið frá Suður- Mið og Norður Ameríku. Það yrði gífurleg upplifun og sex bestu liðin frá Mið- og Norður Ameríku taka þátt í HM 2026 sem gestalið. Þannig að það er ansi mikið og stórt framundan. Spennandi og gaman en líka erfitt þegar þú ert að kynnast svo mörgu nýju, leikmönnum, stjórnarfólki, umhverfi og menningu. Þetta er bara hörku vinna.“ 

 

Hægt er að lesa greinina í heild sinni í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst