Einn mikilvægasti leikur sumarsins verður næstkomandi fimmtudag þegar karlalið ÍBV sækir KR heim í vesturbæinn. KR er í efsta sæti en það kemur í ljós í kvöld hvort vesturbæingar munu hafa eins, tveggja eða fjögurra stiga forskot á ÍBV þegar liðin mætast en Eyjamenn eru í öðru sæti deildarinnar. Um er að ræða leik sem var frestað í 9. umferð. ÍBV ætlar að tefla öllu því fram sem til er en hópferð verður á leikinn.