Hraðskákmeistaramót þann 1. maí
Taflfélag-Vestmannaeyja_la
Hraðskákmeistamót Vestmannaeyja 2025 verður haldið fimmtudaginn 1. maí nk.

Hraðskákmeistamót Vestmannaeyja 2025 verður haldið fimmtudaginn 1. maí nk.  kl. 13.00 í skákheimili TV að Heiðarvegi 9. Tímamörk á hvorn keppenda   5 mín. + 3 sek. fyrir hvern leik  og má reikna með að hver skák taki  10-12 mín.

Hraðskákmeistaramótið gefur skákstig eftir reglum Fide. Skráning keppenda fer fram hjá skákstjóra Sæmundi Einarssyni  á netfangið saemi.einars@gmail.com eða á skákstað frá kl. 12.30 keppnisdaginn.

Hallgrímur tekinn við formennsku

Aðalfundur Taflfélagsins var  haldinn 24. mars sl. Í skýrslu stjórnar kom fram að starfsemin hafði verði í föstum skorðum, Skákþingi  Vestmannaeyja      2025 og seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga 2024-25  var þá nýlokið en TV var með þrjár keppnisveitir á mótinu.  Skákkennsla fyrir ungmenni í Grunnskóla Vm. á vegum TV fer fram einu sinni í viku á haust- og vorönn í skákheimilinu.

Karl Gauti Hjaltason,  sem verið hefur formaður TV frá 2023 gaf ekki kost á sér til endurkjörs þar sem hann var kjörinn alþingismaður 30. nóv sl..  Í hans stað var Hallgrímur Steinsson kjörinn formaður og gjaldkeri  og  Sæmundur Einarsson varaform./ritari og aðrir í stjórn  eru Sigurjón Þorkelsson, Auðunn Haraldsson og Ágúst Ómar Einarsson.

Á árinu 2026 verða  100 ár liðin frá stofnun  Taflfélags Vm.  Í afmælisnefnd voru kjörnir, fyrrv. og núv. form TV, þeir  Arnar Sigurmundsson,  Karl Gauti Hjaltason, og Hallgrímur Steinsson og munu þeir leggja fram tillögur á hvern hátt félagið hyggst  minnast þessa merkisatburðar á afmælisárinu, segir í tilkynningu frá TV.

Nýjustu fréttir

Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.