�?að er aðeins komin hreyfing á pólitíkina vegna alþingiskosninganna í haust. Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisfélaganna í Suðurkjördæmi er nk. sunnudag og þar á að ákveða hvaða leið verður valin til að velja fólk á framboðslista flokksins í kosningunum. Um þrjá kosti er að velja, uppstillingarnefnd, tvöfalt kjördæmaráð eða prófkjör.
�??�?g geri ráð fyrir að þetta verði klárað á aðalfundinum,�?? sagði Gunnlaugur Grettisson, formaður Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum um málið. �??Eins og áður er eðlilega leiðin að viðhafa prófkjör, aðrar leiðir eru frávik frá þeirri leið. Meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum eru ugglaust ýmsar skoðanir og verkefni fundarins að komast að niðurstöðu.�??
Grímur Gíslason, formaður Kjördæmaráðs flokksins í Suðurkjördæmi tók undir með Gretti og sagði að samkvæmt skipulagsreglum sé prófkjör meginstefið ef annað er ekki ákveðið. �??Einnig er hægt að fara í uppstillingu eða röðun ef að tveir þriðju hlutar kjördæmisfundar ákveða slíkt,�?? sagði Grímur.
�??Mér heyrist að enginn sé að pæla í uppstillingu en það er nokkur áhugi fyrir svokallaðri röðun, sem er þá framkvæmd af kjördæmisráði eða tvöföldu kjördæmisráði. Seturétt á slíkri samkomu eiga um 600 fulltrúar og þá býður fólk sig fram í 1. sæti og er kosið um það. Síðan er boðið í 2. sætið og kosið svo koll af kolli niður eftir listanum.
�?g held að valið standi milli prófkjörs og röðunar og veit hreinlega ekki hvor leiðin verður farin. Um það eru afar skiptar skoðanir en það skýrist endanlega á sunnudaginn,�?? sagði Grímur.
Í dag á Sjálfstæðisflokkurinn fjóra þingmenn í Suðurkjördæmi, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Ásmundur Friðriksson, Unnur Brá Konráðsdóttir og Vilhjálmur Árnason.