Áhöfnin á Þórunni Sveinsdóttur var södd og sæl eftir jólahlaðborðið sem Sigmundur Rúnar Rafnson afleysingakokkur hristi fram úr erminni um helgina. Skipið kom í land í morgun, segir í frétt á Vinnslustöðvar-vefnum.
„Hvort það sé hefð fyrir því að halda jólahlaðborð þá er alltaf eitthvað jólalegt í matinn fyrir jólin en ekkert eiginlegt jólahlaðborð. Svo er mikið af jólaskrauti sem er í höndunum á Kristjáni Gunnarssyni (jóla drengurinn) sem skreytir af mikilli fágun.” segir Sigmundur Rúnar spurður um hvort það sé löng hefð fyrir slíkum hlaðborðum um borð í Þórunni.
„Það sem boðið var upp á var hangikjöt, þrjár tegundir af síld og rúgbrauð og brauðterta. Í eftirrétt var frönsk súkkulaðiterta með jarðarberjum, bláberjum og rjóma, lagterta, súkkulaði smákökur, sörur og brauðterta.”

Hann tekur það sérstaklega fram að þetta hafi verið hugmynd sem kviknaði hjá skipstjóranum í túrnum, Andra Þór Gylfasyni eftir að þeir lögðu af stað í túrinn. „Við gerðum gott úr því sem var hægt að græja.”
En hvernig var fiskeríið?
Fiskerí var allt í lagi. Tæp 500 kör. Við byrjuðum fyrir sunnan Eyjar fórum svo vestur. Á Skötuhryggnum. Unnum okkur vestur af Tánni og áfram vestur á Dohrnbanka. Vorum þar að berjast við ís, eina sköfu í Nætursölunni og restina af túrnum við Blönku.
Er mannskapurinn kominn í jólagírinn?
Áhöfnin var í fínasta jólaskapi að græja sörur, segir Sigmundur og bætir við að hann sé bara í afleysingum sem kokkur sem hann segir geggjað. „Þess á milli er ég á dekki, en Stefán Ólafsson er kokkur um borð.”
Fleiri myndir frá hlaðborðinu má sjá hér.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.