Hugmynd sem kviknaði í túrnum
DSC_6913
Myndin er tekin um borð í Þórunni Sveinsdóttur VE. Eyjarnar í baksýn. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur

Áhöfnin á Þórunni Sveinsdóttur var södd og sæl eftir jólahlaðborðið sem Sigmundur Rúnar Rafnson afleysingakokkur hristi fram úr erminni um helgina. Skipið kom í land í morgun, segir í frétt á Vinnslustöðvar-vefnum.

„Hvort það sé hefð fyrir því að halda jólahlaðborð þá er alltaf eitthvað jólalegt í matinn fyrir jólin en ekkert eiginlegt jólahlaðborð. Svo er mikið af jólaskrauti sem er í höndunum á Kristjáni Gunnarssyni (jóla drengurinn) sem skreytir af mikilli fágun.” segir Sigmundur Rúnar spurður um hvort það sé löng hefð fyrir slíkum hlaðborðum um borð í Þórunni.

„Það sem boðið var upp á var hangikjöt, þrjár tegundir af síld og rúgbrauð og brauðterta. Í eftirrétt var frönsk súkkulaðiterta með jarðarberjum, bláberjum og rjóma, lagterta, súkkulaði smákökur, sörur og brauðterta.”

Litlu jólin um borð í Þórunni. Ljósmynd/vsv.is

„Í jólaskapi að græja sörur”

Hann tekur það sérstaklega fram að þetta hafi verið hugmynd sem kviknaði hjá skipstjóranum í túrnum, Andra Þór Gylfasyni eftir að þeir lögðu af stað í túrinn. „Við gerðum gott úr því sem var hægt að græja.”

En hvernig var fiskeríið?

Fiskerí var allt í lagi. Tæp 500 kör. Við byrjuðum fyrir sunnan Eyjar fórum svo vestur. Á Skötuhryggnum. Unnum okkur vestur af Tánni og áfram vestur á Dohrnbanka. Vorum þar að berjast við ís, eina sköfu í Nætursölunni og restina af túrnum við Blönku.

Er mannskapurinn kominn í jólagírinn?

Áhöfnin var í fínasta jólaskapi að græja sörur, segir Sigmundur og bætir við að hann sé bara í afleysingum sem kokkur sem hann segir geggjað. „Þess á milli er ég á dekki, en Stefán Ólafsson er kokkur um borð.”

Fleiri myndir frá hlaðborðinu má sjá hér.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.