Að lokinni auglýsingu samþykkir Umhverfi- og skipulagsráð tveggja íbúða hús á þremur hæðum að Vesturvegi 25.
„Að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram að nýju breytingartillaga miðbæjarskipulags. Breytingartillaga fjallar um ósk lóðarhafa um heimild til að breyta byggingarskilmálum lóðar og byggja á lóðinni tveggja íbúða hús á þremur hæðum. Samanlagður gólfflötur er áætlaður liðlega 260 m2 og nýtingarhlutfall 0,9. Hámarkshæð miðað við aðkomuhæð er áætluð 9,5 m. Miðað er við eitt bílastæði á íbúð innan lóðar. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.” Ráðið samþykkti tillöguna.
Þetta er meðal þess sem rætt var á 291. fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær, mánudag. Fundagerðina má lesa í heild sinni hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst