Í dag, laugardaginn 16. október kl. 16-17 mun Arnar Sigurmundsson kynna í Einarsstofu í Safnahúsinu afmælisverkefni Visku sem hann ásamt Þórunni Jónsdóttur mun stýra. Námskeiðið ber heitið Húsin í hrauninu og er haldið í tilefni af því að brátt eru 40 ár liðin frá upphafi og lokum eldgossins í Heimaey 1973. Þá fagnar Viska tíu ára starfsafmæli í janúar 2013. Námskeiðið er sjálfstætt framhald af námskeiðunum um Húsin í götunni. Vakin er athygli á því að námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.