Þann 21. september síðastliðinn var Alþjóða Alzheimerdagurinn. Alzheimersamtökin bjóða tenglum um land allt að koma til Reykjavíkur og verja deginum með þeim. Dagskrá byrjar snemma morguns á fyrirlestrum fyrir tenglana, eftir hádegi höfum við svo skoðað heimili fyrir heilabilaða og í ár skoðuðum við Maríuhús en það er dagdvöl fyrir heilabilaða. Dagurinn endar á málþingi sem Alzheimersamtökin standa fyrir. Málþingið var fullt af fróðleik um heilabilun, Guðni Th. forsetinn okkar setti málþingið fyrir hönd konu sinnar og í kjölfarið var talað um Lewy body sjúkdóminn, æðaheilabilun, að greinast ungur með heilabilun og á endanum var tekið stutt brot úr leikritinu „Ég heiti Guðrún“. Hægt er að sjá Málþingið á Facebook síðu og/eða heimasíðu Alzheimersamtakanna ásamt mörgum öðrum fyrirlestrum.
Alzheimersamtökin hafa þrjá tengla frá Vestmannaeyjum í sínum hóp.
Þórdísi Gyðu Magnúsdóttur (S:6904682), Sigrúnu Hjörleifsdóttur (S:6911477) og Iðunni Jóhannesdóttur (S:6901837).
Við hvetjum alla sem hafa einhverjar spurningar að hafa samband við okkur
Hvaða hlutverki gegnir tengill?
Aðstandendafundir eru annanhvern miðvikudag. Næsti fundur er 24. október kl.16.00 í safnaðarheimilinu.
[add_single_eventon id=”61030″ ev_uxval=”3″ show_exp_evc=”yes” ]




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.