„Fyrstu niðurstöður loðnumælinga fyrir næstu loðnuvertíð eru ekki uppörvandi. En það verður farinn annar leiðangur í janúar til að mæla veiðistofninn. Vonandi náum við betur utan um mælingu á loðnustofninum þá. Vandi okkar er sá að það skortir verulega á grunnrannsóknir í hafinu og sumt má hreinlega ekki skoða eða tala um, og þá vísa ég til hvalveiða,“ segir Binni í Vinnslustöðinni á Fésbókarsíðu sinni. Vísar í viðtal við hann í Morgunblaðinu í dag.
„Hér er stutt viðtal við mig um loðnuráðgjöfina. Ein stutt viðbót við viðtalið: Það er álitið að Hnúfubakar éti á bilinu 1 – 2 milljónir tonna af loðnu á ári við Ísland. Áætlað var að hnúfubakar við Ísland hefðu verið um 1.000 um aldamótin en nú er stærð þeirra metin 15.000 dýr. Áætlað át þorsks af loðnu við Ísland er metið 900 þúsund tonn, grálúðu um 150 þúsund tonn, og auðvitað þurfa aðrir fiskistofnar sitt. Og svo eru það sjófuglarnir. Þeir þurfa talsvert. En athugið, þessar tölur eru auðvitað háðar óvissu og sveiflu á milli ára. Ég læt það svo í ykkar hendur að sjá samhengi hlutanna.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst