Hvalreki á Skansinum

Dauð hnísa sást vestan við hafnargarðinn á Skansinum seinnipartinn í dag. Hnísa er um einn og hálfur meter að lengd líklega er um kálf að ræða. Tekið var að flæða að og því ekki víst hvað dýrið er sýnilegt lengi. Algengt er að sjá hnísur í kringum Eyjar en hnísa er minnsta hvalategundin hér við Ísland en er afar algeng. Stofninn við landið er líklega um 25–27 þúsund dýr. Hnísur eru hópdýr þó svo að stundum megi rekast á stök dýr. Hnísur er helst að finna inni á fjörðum og flóum enda veiða þær við botninn á fremur grunnu vatni. Hnísan heldur sig aðallega í Norðurhöfum, Atlantshafi og Kyrrahafi. Kvendýr verða kynþroska 3-4 ára og fæða venjulega einn kálf á ári. Meðgöngutíminn er 10-11 mánuðir. Karldýrin verða kynþroska nokkru eldri. Hnísan var áður veidd við Ísland einkum úti af Breiðafirði og Vestfjörðum en í dag eru einungis nýtt dýr sem fyrir slysni festast í netum.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.