Hvar eru rökin og gögnin?
Í síðasta tölublaði Frétta ritar �?orsteinn Ingi Guðmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns, grein sem svar við upplýsingum sem ég kynnti þar skömmu áður um verð á uppsjávarfiski. ,,Sannleikanum verður hver sárreiðastur,�?� segir �?orsteinn Ingi og bætir við: ,,Sjómenn hafa samband sín á milli og bera saman hvað þeir fá greitt úr hverju tonni og samanburður er alltaf fyrirtækjunum hér í Eyjum óhagstæður.�?�
�?etta er nú nákvæmlega það sem við höfum heyrt ár eftir ár og �?orsteinn Ingi klifar enn á: �??Fiskverð í uppsjávarfiski er alltaf lægst í Eyjum!�?�
Nú spyr ég á móti: Hver eru rökin? Hvar eru tölurnar sem styðja fullyrðinguna? Hvar eru sönnunargögnin?
Formaður Jötuns leggur ekkert til málanna nema endurtekið efni, fullyrðingar um að verðið sé alltaf lægst í Eyjum. Engin rök, engar upplýsingar, engir útreikningar.
Eftir stendur sá samanburður sem við Vinnslustöðvarfólk birtum í Fréttum 13. september síðastliðinn og kom okkur sjálfum reyndar verulega á óvart! �?að er að segja að meðalverð uppsjávarafla VSV árin 2014-2016 hafi verið hæst eða næsthæst á þessum árum hjá þeim fyrirtækjum sem við bárum okkur saman við. Við vorum eiginlega farin að trúa sjálf flökkusögum um að fiskverð í uppsjávarfiski �??sé alltaf lægst í Eyjum.�?�
Tölur og útreikningar í Fiskifréttum sýndu okkur og nú lesendum Frétta jafnframt að flökkusögurnar studdust ekki við staðreyndir.
Við verðum að gera þá kröfu til forystumanna sjómanna, og �?orsteins Inga þar með, að hann sýni fram á sannleiksgildi fullyrðinga sinna. Forystumenn sjómanna eru auðvitað ekki undanþegnir sjálfsögðum kröfum í opinberri umræðu um að vera málefnalegir og færa rök fyrir máli sínu.
Svona til upplýsingar þá er fyrirtækjum í sjávarútvegi bannað að hafa samráð um verðlagningu. VSV hefur ekki aðgang að verðlagningu annarra fyrirtækja og við höfum því ekkert annað í höndunum en upplýsingar þeirra sjálfra sem þau birtu í Fiskifréttum vegna undanfarinna þriggja ára. �?að eru tölur sem við tökum mark á og það ætti formaður Jötuns að gera líka.
F.h VSV
Sigurgeir B. Kristgeirsson.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.