Hversdagsheimur og stórviðburðir Vestmannaeyja í sjötíu ár
Sumarið 1947 fór Sigurgeir Jónasson í Skuld út í Álsey. Meðferðis hafði hann myndavél er systir hans, Sjöfn, hafði fengið skömmu áður í fermingargjöf. Skyldi nokkurn tíma hafa hvarflað að þessum 12 ára dreng að þar með væri ævibrautin ráðin, með myndavél um hálsinn næstu 70 árin?
Myndaalbúm eru enn varðveitt í Álsey frá þessari fyrstu ljósmyndaferð og sumrunum næstu á eftir. �?au bera með sér sannindi hins forna málsháttar að snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill.
Fyrsta ljósmynd Sigurgeirs í landsmálablöðum birtist á prenti í Tímanum í ágúst 1958. Um var að ræða ljósmyndasyrpu af viðburðinum er stór hvalavaða var rekin inn í Botn. Ári síðar eða árið 1959 réðst Sigurgeir til starfa á Morgunblaðinu og var fréttaljósmyndari þar samfellt í 60 ár. Samhliða starfaði Sigurgeir hjá Bæjarútgerð Vestmannaeyja, á Flugfélagi Íslands, sem hafnarvörður og víðar. �?á var Sigurgeir jafnframt fréttaljósmyndari hér á Fréttum, síðar Eyjafréttum, í um áratug eða frá 1975-1985. Auk þess var hann mjög virkur í �?ór, bæði í íþróttum og stjórnunarstörfum.
Heimsfrægar eldingamyndir
Sigurgeir varð heimsfrægur er svonefndar eldingamyndir hans í Surtseyjargosinu birtust í öllum helstu blöðum heimsins undir lok árs 1963 og fyrrihluta árs 1964. �?ar má nefna Time og Life Magazine, National Geographic, Paris Match og miklu fleiri þekkt stórblöð.
Myndirnar af eldingunum tók Sigurgeir út á Breiðabakka þann 1. desember 1963 og segir í gögnum hans að þekktasta myndin hafi verið tekin á tíma frá kl. 19:25 til kl. 19:2650 eða í eina og hálfa mínútu. �?essi nákvæmni í vinnubrögðum segist Sigurgeir hafa lært af Sigurði �?órarinssyni jarðfræðingi sem Sigurgeir kynntist vel í Surtseyjargosinu. Margir sem þekkja Sigurgeir telja að þar hafi Sigurður fundið óvenju næman nemanda.
Vinsamlega ruglið ekki
�?g hygg að Sigurgeir hafi ekki verið vinsæll maður á Mogganum. Til þess eru fyrirmæli hans til þeirra starfsmanna sem þurftu að handfjatla myndirnar áður en þær fóru í blaðið einfaldlega of nákvæm. Framan á filmurnar eða útprentið er ævinlega kveðja: ,,Vinsamlega ruglið ekki�??… ,,Umfram allt látið ekki ruglast�?? … eða ,,Varðveitið filmurnar sérstaklega og látið þær alls ekki liggja í ryki eða óhirðu!�?? Og alltaf er sama lokakveðjan: ,,Sendið filmuna svo strax til baka.�??
�?essi nákvæmni einkennir allt æviverk Sigurgeirs. Aftan á nánast hverri einustu svart/hvítu ljósmynd er ítarleg skráning með dagsetningum, nafnalista, jafnvel hugleiðingum um tilefni myndatökunnar og kassanúmer. Jafnvel slidesmyndirnar, með sín fáu og smáu auðu svæði, eru útfyllt af sömu natni. Víða er ansi smátt skrifað. Líklega er þó flokkunin á ljósmyndum Sigurgeirs hans mikilvægasta framlag til aukins aðgengis að efninu. Vinnan að baki endalausri efnisflokkun er margfalt meiri en hægt er að ímynda sér að nokkur endist til. �?egar þar við bætist að safnið er hugsanlega stærsta ljósmyndasafn úr fórum nokkurs einstaklings hér á landi eru afköst Sigurgeirs og endalaus hugkvæmni við að skrá, draga saman, halda öllum heimildum til haga, bæta við hugleiðingum um tilurð einstakra ljósmynda og skrifa allt niður og varðveita líklega það sem mætti helst kallast ómennskt.
Enginn lagt í að telja
Enginn hefur enn lagt í að telja safn Sigurgeirs. Líklegustu tölurnar eru að allt að ein milljón mynda séu til sem útprentaðar svart/hvítar myndir, um ein til tvær milljónir sem slidesmyndir og að aðrar ein til tvær milljónir mynda séu enn varðveittar á filmum sem ekki hafa verið framkallaðar. Um 4-5 milljónir ljósmynda er því ævistarf Sigurgeirs Jónassonar.
�?að er merkilegt til þess að hugsa að þessi ótrúlegi fjöldi ljósmynda með öllum sínum nákvæmu skráningum, upplýsingum og heimildum fjallar að langmestu leyti um eitt viðfangsefni �?? Vestmannaeyjar.
Afrakstur þessa eina manns �?? Sigurgeirs �?? gerir það að verkum að ekkert byggðarlag hefur jafngóðan aðgang að eigin sögu sem Vestmannaeyjar. Atvinnusagan, mannlífsflóran, breyttir hættir hins daglega lífs, umhverfi sem var, hús sem eru horfin, í senn hversdagsheimur og stórviðburðir Eyjanna �?? allt þetta og svo miklu meira hefur Sigurgeir myndað, skráð, flokkað og tínt í sundur og saman í 70 ára samfelldri vinnu.
Hann er ekki einusinni hættur þrátt fyrir að vera kominn á níræðisaldur. Á hverjum degi �?? utan knattspyrnutíma og sunnudaga �?? mætir hann í Safnahúsið sem hýsir ljósmyndasafnið hans og heldur áfram að vinna við að velja efni og ljósmyndir fyrir sýningar sem haldnar eru reglulega í húsi Visku, símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja, í samstarfi þeirra Arnars Sigurmundssonar, Kára Bjarnasonar og Sigurgeirs. �?á vinnur Sigurgeir löngum stundum að því að velja ljósmyndir sem birtast eiga á vefnum, enda verður safnið aldrei í heild aðgengilegt á veraldarvefnum. Hitt er verra að inn á sigurgeir.is og vestmannaeyjar.is er aðeins að finna ríflega 20.000 ljósmyndir eða vart meira en hálft prósent af safninu.
Í ómetanlegu starfi Sigurgeirs undanfarin tvö ár í Safnahúsinu hefur hann þess vegna smám saman farið í gegnum ljósmyndasafnið og valið úr hundruð þúsunda ljósmynda sem þá eru tilbúnar til að fara á vefinn. Markmiðið er að nýta næstu fimm árin til að koma öllum þeim ljósmyndum sem Sigurgeir hefur dregið saman og er að draga saman úr sínu ógnarstóra ljósmyndasafni og gera þær aðgengilegar á vefnum. �?að mun gerbreyta aðgangi að ljósmyndasafni hans og um leið gerbreyta aðgengi að sögu og þróun Vestmannaeyja undanfarin heil 70 ár. Megi það rætast.

Nýjustu fréttir

Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.