ÍBV á toppi Pepsi-deildar karla | Frábær sigur á KR-ingum
Eyjamenn unnu frábæran eins marks sigur á KR-ingum í dag 1-0 á Hásteinsvelli. Bjarni Gunnarsson skoraði sigurmarkið með fínu skoti eftir undirbúning Mikkel Maigaard.
ÍBV var síst lakari aðilinn í leiknum og fengu þeir bestu færin, KR-ingar áttu erfitt uppdráttar en það má segja að leikskipulag Eyjamanna hafi gengið fullkomlega upp. Bæði lið áttu erfitt með að sækja með vindinum en ÍBV voru þó sterkari í báðum hálfleikjum.
Sigurður Grétar Benónýsson átti annan flottan leik í liðinu en Sindri Snær Magnússon var algjörlega magnaður.
ÍBV er á toppi deildarinnar eftir sigurinn og verða það að minnsta kosti fram á annað kvöld, gleðilegan sjómannadag.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.