ÍBV er komið áfram í aðra umferð, 32-liða úrslit, Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik þrátt fyrir tap í síðari leiknum við Colegio de Gaia í Portúgal á laugardag, 27:26. ÍBV vann fyrri viðureignina með fjögurra marka mun, 27:23, eftir að hafa skorað sex síðustu mörkin. Liðið mátti því alveg við því að það gæfi aðeins á bátinn í síðari viðureigninni. Samanlagður sigur, 53:50. Nafn ÍBV verður þar með í pottinum á þriðjudaginn þegar dregið verður í næstu umferð keppninnar.
Liðið varð þó fyrir áfalli á laugardaginn í síðari leiknum en átta mínútum fyrir leikslok sleit Britney Cots hásin á vinstri fæti. Reikna má með hálfs árs fjarveru hennar frá handknattleiksvellinum. Britney gekk til liðs við ÍBV í sumar. Hún er að hefja sitt fimmta keppnistímabil hér á landi en áður hefur Britney, sem er landsliðskona Senegal, leikið með FH og Stjörnunni. Meiðslin koma ennfremur í veg fyrir að hún eigi möguleika á að blanda sér í keppnishóp Senegal á HM kvenna undir lok ársins. Britney lék með landsliðið Senegal í Afríkukeppninni þegar liðið tryggði sér HM-farseðilinn.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.