Dómstól Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) hefur kveðið upp dóm í kærumáli ÍBV gegn Haukum vegna leiks Hauka gegn ÍBV í Powerade bikarkeppni karla, meistaraflokki. Lokatölur leiksins urðu 37-29 Haukum í vil.
Málið snýst í grunninn um að leikskýrsla hafi legið fyrir 60 mínútum fyrir leik og verið staðfest af báðum liðum með því að slá inn sk. „pin“ númer í tölvukerfið „HBstatz“. Á leikskýrsluna hafi verið skráð nafn leikmanns kærða nr. 10, Helga Marinós Kristóferssonar. Um kl. 15:20 (40 mínútum fyrir leik) hafi kærði breytt leikskýrslunni og afskráð leikmann nr. 10.
Í hans stað hafi kærði sett á leikskýrslu leikmann nr. 84, Andra Fannar Elísson. Liðsstjóri kæranda hafi sett fram fyrirspurn um hvort breytingin væri heimil og eftirlitsdómari sagst ætla að geta þessa í skýrslu sinni um leikinn.
Telst kærði hafa notað leikmann sem ekki var á löglegri leikskýrslu, sem auk þess kom inn á leikvöll eftir upphafsmerki dómara. Samkvæmt skýru orðalagi ákvæðisins telst kærði því hafa tapað leiknum með markatölunni 0-10.
Með hliðsjón af framansögðu er fallist á kröfur kæranda í málinu. Af því leiðir að kröfum kærða, þ.m.t. um málskostnað, er hafnað.
Í dómsorði segir: Kærði, Knattspyrnufélagið Haukar ehf., telst hafa tapað leik við kæranda, ÍBV Íþróttafélag, sem
fram fór í Powerade bikarkeppni karla, meistararflokki, þann 17. nóvember 2024, með markatölunni 0-10.
Eyjamenn eru því komnir áfram í næstu umferð bikarkeppninnar.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.