ÍBV er það sem við eigum öll
Kæru stjórnarmenn, íþróttafólk og aðrir gestir.
Mig langar að byrja á því að óska héraðssambandinu til hamingju með þessa flottu samkundu. Árið 2014 var viðburðaríkt hjá ÍBV íþróttafélagi og standa Íslands- og bikarmeistaratitlarnir okkar upp úr sem og frábær �?jóðhátíð. Iðkendur okkar í yngri flokkum skiluðu til félagsins 3 íslandsmeistaratitlum og 2 bikarmeistaratitlum, Noðurálsmeistara og Símamótsmeistara og er þetta frábær árangur hjá þeim og þjálfurum þeirra.
Meistaraflokkur karla í handbolta náðu að tryggja sér titilinn í æsispennandi úrslitaleik við Hauka og er þetta í fyrsta skipti sem meistaraflokkur ÍBV í handbolta karla nær í þennan titil en til gamans má geta að �?ór og Týr náðu aldrei að verða Íslandsmeistarar í karla handbolta.
Stelpurnar okkar í handboltanum duttu út í 4 liða úrslitum um íslandsmeistaratitilinn og 8 liða úrslitum um bikarmeistaratitilinn.
Fótboltasumarið hjá meistaraflokkunum okkar var ágætt en þar ber fyrst að nefna að stelpurnar í meistaraflokki áttu möguleika fram í síðustu umferð að krækja í 3. sætið og strákarnir okkar voru í erfiðri baráttu í neðri hluta deildarinnar en náðu að halda sér uppi.
Á árinu 2014 voru spilaðir rúmlega 1200 leikir í Vestmannaeyjum. Við ferðuðumst töluvert mikið og vorum nú sem oft áður stærsti viðskiptavinur Eimskipa í farþegaflutningi.
Við áttum 20 íþróttamenn sem spiluðu fyrir Íslands hönd á árinu og áttum við þrjá þjálfara sem stýrðu landsliðum Íslands en einnig eigum við mikið í Erlingi sem nú í lok árs gerði samning við stórlið í þýska boltanum.
En þessi árangur næst ekki nema með óeigingjarnri vinnu sjálfboðaliða félagsins sem á ári hverju vinna fleiri þúsund klukkustundir fyrir félagið. �?etta frábæra fólk fær ekki oft klapp á bakið en langar mig að biðja ykkur um að klappa fyrir þessu frábæru Eyjamönnum sem gera samfélagið okkar að því sem það er í dag.
�??
Í næstu viku eru tvö ár síðan ég hóf störf hjá ÍBV íþróttafélagi og hefur þessi tími verið lærdómsríkur og oftast mjög skemmtilegur. �?g hef kynnst mikið af góðu fólki sem hefur kennt mér mjög margt.
�?g fékk mikið af heilræðum frá bæjarbúum mína fyrstu mánuði í starfi um það hvað félagið þyrfti að leggja í mikla vinnu til að vinnu upp traust samfélagsins. �?g tel okkur sem störfum í félaginu hafa náð góðum árangri með íbúa bæjarins og flesta okkar styrktaraðila en því miður gengur ekki jafn vel með bæinn.
�?� Við teljum okkur skila töluvert miklu til samfélagsins
�?� Við versluðum við fyrirtæki og stofnanir í Eyjum fyrir á annað hundruð milljónir á árinu 2014.
�?� Við kaupum m.a. fargjöld fyrir á þriðja tug milljóna á ári.
�?� Við erum með að jafnaði 43 á launaskrá á mánuði
�?� Við erum með um 50% grunnskólabarna í höndunum 2-10 tíma á viku
�?� Við erum með 10 uppeldismenntaðar manneskjur á launaskrá til að kenna ynstu iðkendum félagsins
�?� Við erum með rúmlega 80 iðkendur í akademíunum okkar.
�?rátt fyrir allt þetta þá finn ég fyrir ákveðnu skilningsleysi frá Vestmanneyjabæ. �?að er alltaf eins og félagið sé baggi á bæjarsjóði þegar ég vil ræða við þá um það sem betur má fara varðandi umgjörð og stuðning við okkur og heimilin.
�?� Að þeir hafi ekki séð sér fært að setja 14-16 milljónir í frístundakort til að létta undir með foreldrum í bænum varðandi tómstundir á sama tíma og ÍBV íþróttafélag greiðir barna og unglingastarf niður um 20 milljónir á ári.
�?� Að þeir skuli ekki getað stutt okkur í þeim framkvæmdun sem félagið þarf að fara í á vallarsvæði bæjarins.
�?� Að rekstrarstyrkur bæjarins fyrir 2014 sé nitjánhundruð og sex þúsund en sú upphæð stendur tæplega undir �?átttöku og dómarakostnaði í yngri flokkum félagsins á árinu 2014.
�?� Að bærinn skuli rukka félagið um gatnagerðagjöld vegna stúku fyrir rúmar tvær og hálfa milljón og fasteignagjöld á ári fyrir tæpar áttahundruð þúsund.
�?g get ekki lengur orða bundist og sett upp sparibrosið þegar samstarf ÍBV og bæjarins kemur til umræðu.
Ekki misskilja mig en ég met mikils þann fjárhaslega stuðning sem við fengum frá bænum á árinu til að reisa félagið við.
ÍBV er það sem við eigum öll hvar sem við stöndum í politík eða hvort sem við vinnum í VSV eða Ísfélaginu. ÍBV er þar sem hjartað slær. Stemmingin á Herjólfsbryggjunni þann 15. maí segir mér allt sem segja þarf um hug bæjarbúa til félagsins.
ÍBV er ekki venjulegt fyrirtæki og verður aldrei hægt að reka félagið þannig því að samfélagsleg ábyrgð okkar er mikil í t.d. í vímuefnavörnum, heilsueflingu og almennum gildum.
Ekki mörg íþróttafélög á landinu verða sér út um 50% tekna með vinnu sjálfboðaliða en það gerum við á �?jóðhátíð, �?rettándanum, Shellmóti, Pæjumóti og handboltamótum okkar.
Vestmannaeyjabær komið í þessa vegferð með okkur og vinnum saman í það að leysa þau verkefni sem þarf að leysa til að íþróttastarfið í bænum sé þar sem við viljum hafa það og til að foreldrar í Eyjum geti haft börn sín í íþróttum áháð stétt eða stöðu.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.