ÍBV fær Stjörnuna í heimsókn í kvöld - búið að leggja nýjan dúk (myndband)
16. mars, 2017
ÍBV og Stjarnan mætast í Olís-deild karla í kvöld kl. 18:30. Eyjamenn hafa verið á blússandi siglingu frá áramótum og verður spennandi að sjá hvernig strákunum tekst til í kvöld. Búið er að leggja nýjan dúk á gólfið í stóra salnum í von um að það verði til þess að létta álagið á leikmönnunum en gamli dúkurinn, sem er kominn til ára sinna, hefur verið verið að gera mönnum lífið leitt. Eftir leik ætla leikmenn svo að árita leikmannaspjöld fyrir áhorfendur. Allir á völlinn!