Nú rétt í þessu var dregið í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla. ÍBV dróst gegn Fylki og eiga leikirnir að fara fram á sunnudegi á Goslokahátíð og mánudeginum eftir samkvæmt heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Eyjafréttir hafa heimildir fyrir því að knattspyrnuráð ÍBV munu gera allt sem í þeir geta í að fá leikinn á sunnudeginum til að hann verði partur af dagskrá goslokahátíðar en nú þegar er einn bikarleikur þá helgina, en stelpurnar munu mæta Selfossi á laugardegi goslokahátíðar.
Fylkir er í 7.sæti Pepsi deildar karla með níu stig.