Fyrirstaðan var minni en gera mátti ráð fyrir þegar karlarnir mættu Haukum á útivelli í gær, öruggur sigur Íslandsmeistara ÍBV, 37:31 sem komnir eru í undanúrslitin þar sem þeir mæta deildarmeisturum FH.
Kári Kristján Kristjánsson fyrirliði Íslandsmeistarar ÍBV var léttur og ánægður í viðtali við mbl.is eftir leikinn og hann ætlar sér alla leið.
„Við erum geggjaðir í þessum stóru leikjum. Okkur finnst frábært að spila fyrir framan fullt af fólki og fá pressuna. Það skiptir engu máli hvort þú sért að láta sprauta bílinn þinn eða kaupa samlokubrauð, það eru allir að tala um handbolta í eyjum. FH er að sama skapi allt annað lið en í fyrra og fengu einn besta handboltamann í heimi til sín ásamt fleirum þannig að þetta verður geggjuð rimma.”
En ÍBV ætlar að vinna FH í þessari viðureign?
„Við erum að fara vera Íslandsmeistarar. Við erum ekki í þessu fyrir neitt annað en að verða Íslandsmeistarar.” sagði Kári að lokum við mbl.is.
Mynd Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst