Fyrsti leikur undanúrslita-einvígis ÍBV og Vals verður leikinn á Hlíðarenda í kvöld. Valsstúlkur sátu hjá í síðustu umferð en Eyjaliðið sló út lið ÍR nokkuð sannfærandi. Liðið sigraði einvígið 2-0.
Nú er komið að stelpunum í undanúrslitum. Þar mæta þær Val á útivelli. Hægt að skrá sig í
rútuferð hér. Rútan fer með 14:30 ferðinni og til baka 23:15. Rútuferð í boði Ísfélagsins og Herjólfsferðin í boði Herjólfs.
Leikurinn hefst klukkan 18.00 í N1 höllinni að Hlíðarenda. Hann verður í beinni á Handboltapassanum.