Karlalið ÍBV sigraði Leikni R. í Lengjubikarnum í dag, lokastaða 1:3. Arnór Gauti Ragnarsson skoraði tvö mörk og Kaj Leo í Bartalsstovu eitt. Avni Pepa fékk að líta rauða spjaldið á 66. mínútu fyrir að sparka boltanum í dómarann en þrátt fyrir að vera einum færri tókst Eyjamönnum að sigla öruggum sigri í höfn.