ÍBV mætir liði HK í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag, mánudaginn 28. ágúst. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 í Kórnum í Kópavogi.
Eyjamenn sitja í 11. sæti deildarinnar með 17 stig úr 20 leikjum, en HK í því áttunda með 24 stig.
Knattspyrnudeild ÍBV hvetur Eyjafólk á höfuðborgarsvæðinu til að mæta og styðja við strákana. Leikurinn verður einnig í beinni á Stöð 2 Sport.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst