Í kvöld fara fjórir leikir fram í Lengjudeild kvenna. Á Vivaldivellinum tekur Grótta á móti ÍBV. Eyjaliðið á toppi deildarinnar með 25 stig úr 10 leikjum en Grótta er í þriðja sæti með 18 stig úr 9 leikjum.
Grótta er raunar það lið sem hefur verið á hvað mestri siglingu undanfarið en liðið hefur unnið fimm síðustu leiki sína. ÍBV sigraði fyrri leik liðanna í deildinni 5-1. Flautað er til leiks á Vivaldivellinum klukkan 18.00.
Leikir dagsins:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst