Fimmtu umferð Lengjudeildar karla lýkur í dag þegar tveir síðustu leikir umferðarinnar verða leiknir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Fjölni.
ÍBV í sjötta sæti með 5 stig, á meðan Fjölnir er með 10 stig í öðru sæti deildarinnar. Upphitun hefst klukkutíma fyrir leik, segir í færslu á facebook-síðu ÍBV. Leikir dagsins hefjast báðir kl. 16.00.
Í tilkynningu frá ÍBV segir að það verði upphitun fyrir leik í Týsheimilinu og hefst hún kl. 15:00. Ætlunin er að hittast þar og eiga góða stund saman fyrir leik. Það verður m.a. boðið upp á grillaða hamborgara, hressandi veigar og létta tónlist.
Við verðum með tvennu boltatilboð fyrir leik þar hægt verður að fá sér hamborgara og STÓRAN Tuborg á aðeins kr. 1.700 saman. Eins og sagt er þá er það gjöf en ekki gjald. Athugið að þetta tilboð gildir aðeins fyrir leik.
Við vonumst til að sjá sem flest ykkar gefa sér tíma til að mæta og eiga saman góða stund fyrir leik.
Leikir dagsins:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst