ÍBV tekur á móti Fjölni
1. júní, 2024
Hemmi_hr
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV segir sínum mönnum til. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Fimmtu umferð Lengjudeildar karla lýkur í dag þegar tveir síðustu leikir umferðarinnar verða leiknir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Fjölni.

ÍBV í sjötta sæti með 5 stig, á meðan Fjölnir er með 10 stig í öðru sæti deildarinnar. Upphitun hefst klukkutíma fyrir leik, segir í færslu á facebook-síðu ÍBV. Leikir dagsins hefjast báðir kl. 16.00.

Í tilkynningu frá ÍBV segir að það verði upphitun fyrir leik í Týsheimilinu og hefst hún kl. 15:00.  Ætlunin er að hittast þar og eiga góða stund saman fyrir leik.  Það verður m.a. boðið upp á grillaða hamborgara, hressandi veigar og létta tónlist.

Við verðum með tvennu boltatilboð fyrir leik þar hægt verður að fá sér hamborgara og STÓRAN Tuborg á aðeins kr. 1.700 saman.  Eins og sagt er þá er það gjöf en ekki gjald.  Athugið að þetta tilboð gildir aðeins fyrir leik.

Við vonumst til að sjá sem flest ykkar gefa sér tíma til að mæta og eiga saman góða stund fyrir leik.

Leikir dagsins:

lengjud_010624

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.