15. umferð Olís deildar karla hófst í gær með sigri Vals á Fram. Umferðin heldur áfram í kvöld er leiknir verða þrír leikir.
Í Eyjum taka heimamenn á móti Gróttu. ÍBV fór illa að ráði sínu í síðustu umferð, þegar liðið tapaði gegn Haukum, en það sama gilti með Gróttu sem töpuðu á heimavelli gegn Stjörnunni.
Eyjamenn eiga harma að hefna í kvöld því Grótta sigraði í fyrri leik liðanna 35-31, en fyrir leiki kvöldsins er ÍBV í fjórða sæti með 19 stig en Grótta í því áttunda með 10 stig.
Flautað verður til leiks í Eyjum klukkan 18.00.
Leikir kvöldsins:
mið. 07. feb. 24 | 18:00 | 15 | TM Höllin | Stjarnan – KA | – | |||
mið. 07. feb. 24 | 18:00 | 15 | Vestmannaeyjar | ÍBV – Grótta | – | |||
mið. 07. feb. 24 | 19:30 | 15 | Kórinn | HK – Afturelding | – |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst