Í kvöld kl. 18.00 hefst leikur Vals og ÍBV í 16 liða úrslitum Valitor bikarkeppninnar. Verður leikið á Vodafone vellinum að Hlíðarenda, sem væntanlega verður heimavöllur ÍBV næsta sumar, verði ekki byggð áhorfendastúka í Eyjum. Alls hafa þessi lið leikið 81 leik innbyrðis í opinberum mótum. Fyrsti leikur milli þessar liða fór fram 25. september 1963 í bikarkeppninni og þá sigraði Valur 2-0. Í leikjum liðanna hefur ÍBV sigrað í 31 leik, 15 leikir liðanna enduðu í jafntefli og Valur hefur sigrað í 35 leikjum. Valur hefur skorað 135 mörk í þessum leikjum og ÍBV 111 mörk.