Þótt að sólin hafi skinið skært, þá sáu leikmenn ÍBV aldrei til sólar í kvöld þegar Eyjastelpur tóku á móti FH á Hásteinsvelli. ÍBV liðið lék sinn langlélegasta leik í sumar og niðurstaðan var sanngjarn þriggja marka sigur FH, 0:3. FH vann þar með báða leikina gegn ÍBV en þetta er jafnframt annað tap ÍBV í röð. ÍBV er nú níu stigum á eftir toppliði Þórs/KA og er svo gott sem búið að missa af möguleikanum á Íslandsmeistaratitlinum.