Íris bæjarstjóri í framboð fyrir Samfylkinguna?
1. september, 2024
Íris var lengi í Sjálfstæðisflokknum en sleit sig frá honum og gekk til liðs við bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey.

Kristinn H. Guðnason, blaðamaður á DV skrifar áhugaverða grein um hugsanlega frambjóðendur Samfylkingarinnar í næstu alþingiskosningum. Flokkurinn siglir nú með himinskautum í skoðanakönnunum og ljóst að margir verða kallaðir, m.a. öflugar konur á landsbyggðinni.

Kristinn nefnir Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og ritara Samfylkingarinnar. „Vert er að nefna þrjár aðrar konur sem gert hafa sig gildandi á sveitarstjórnarstiginu. Það er Hildu Jönu Gísladóttur, hinn reynda bæjarfulltrúa á Akureyri og fyrrverandi sjónvarpsstjóra N4. Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur forseta sveitarstjórnar Reykjanesbæjar.

Sem og Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Íris var lengi í Sjálfstæðisflokknum en sleit sig frá honum og gekk til liðs við bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey fyrir þar síðustu bæjarstjórnarkosningar eftir gríðarlega harðar deilur í flokknum. Hún hefur unnið tvo góða sigra í kosningum í Vestmannaeyjum,“ segir Kristinn í samantektinni.

Þess ber að geta að heyrst hefur að Samfylkingin hafi talað við Írisi sem á nokkra sögu á Alþingi sem varamaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst