Ísfélag og Herjólfur bjóða hópferð á leikinn
ÍBV skoraði grimmt gegn Grindavík á sunnudaginn. Vonandi endurtaka þeir leikinn á laugardaginn. Mynd Sigfús Gunnar.

Það er mikilvægur leikur framundan hjá ÍBV karla í Lengjudeildinni þegar þeir mæta Leikni á útivelli á laugardaginn kl. 14.00. ÍBV er í efsta sæti deildarinnar með 38 stig en á hæla þeirra kemur Fjölnir með stigi minna. Sigur Eyjamanna tryggir þeim sæti í Bestu deildinni að ári. Ef ekki, er framundan fjögurra liða umspil.

Það er því í höndum okkar manna að klára dæmið á laugardaginn og vegarnestið er gott eftir stór sigur á Grindavík á sunnudaginn

Til að styðja við liðið og skapa stemningu á leiknum ætla Ísfélagið og Herjólfur að bjóða upp á fría rútuferð og Herjólfsferð á leikinn. Farið verður kl. 9:30 og heim kl. 18:15 á laugardaginn. Skráning er á föstudaginn kl. 13.00 einnig er hægt að senda tölvupóst á knattspyrna@ibv.is með upplýsingum um nafn og kennitölu.

 

Staðan

 

L Mörk Stig
1 ÍBV 21 49:26 38
2 Fjölnir 21 34:24 37
3 Keflavík 21 33:24 35
4 ÍR 21 30:25 35
5 Afturelding 21 36:36 33
6 Njarðvík 21 32:27 32
7 Þróttur R. 21 32:29 27
8 Leiknir R. 21 32:33 27
9 Grindavík 21 38:44 25
10 Þór 21 30:37 23
11 Grótta 21 30:48 16
12 Dalvík/Reynir 21 21:44 13

Nýjustu fréttir

Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.