Ísfélagið þrefaldaði hagnað á milli ára

„Ísfé­lag Vest­manna­eyja hagnaðist um 40,6 millj­ón­ir banda­ríkja­dala í fyrra, eða sem svar­ar 5,3 millj­örðum króna miðað við gengi dals­ins gagn­vart krónu í lok árs­ins. Fé­lagið nær þre­faldaði hagnaðinn milli ára,“ segir á 200 mílum Morgunblaðsins á mbl.is.

Er vitnað í nýbirtan í nýbirtan árs­reikn­ing félagsins fyr­ir árið 2021. „Fé­lagið hagnaðist um 13,99 millj­ón­ir dala árið 2020, eða um 1,78 millj­arða króna miðað við gengi dals­ins gagn­vart krónu í lok þess árs. Læt­ur því nærri að Ísfé­lag Vest­manna­eyja hafi þre­faldað hagnaðinn milli ára.

Fram kem­ur í skýr­ing­um með árs­reikn­ingn­um að loðnu­vertíðin hafi haft sitt að segja um af­kom­una.

„Rekst­ur fé­lags­ins gekk vel á ár­inu og juk­ust tekj­ur og af­koma batnaði mikið frá fyrra ári. Þetta skýrist einna helst af loðnu­vertíð á ár­inu 2021 en ekki voru stundaðar loðnu­veiðar síðustu tvö ár þar á und­an. EBITDA jókst um 27 millj­ón­ir dala og vaxta­ber­andi skuld­ir lækkuðu um 20,4 millj­ón­ir dala. Á ár­inu fjár­festi fé­lagið í upp­sjáv­ar­skip­un­um Suðurey VE11 og Álsey VE2,“ seg­ir í árs­reikn­ingn­um,“ segir einnig í fréttinni á mbl.is og vísað í umfjöllun í Morg­un­blaðinu í dag.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.