Íslandsmót golfklúbba fór fram á golfvellinum í Vestmannaeyjum dagana 22.–24. ágúst. Keppt var í 1. deild kvenna 50+ og 2. deild karla 50+, og alls tóku 16 klúbbar þátt í mótinu.
Að lokinni keppni stóðu Golfklúbbur Skagafjarðar og Golfklúbbur Keilis uppi sem Íslandsmeistarar í sínum flokkum.
Lið Golfklúbbs Vestmannaeyja (GV) stóð sig einnig vel. Kvennasveitin hafnaði í 7. sæti og tryggði sér þannig áframhaldandi þátttöku í efstu deild á næsta ári. Karlasveitin endaði í 6. sæti eftir jafna baráttu.
Myndir: GV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst