Íslandsmót golfklúbba í 2. og 3. deild karla +50 ára flokki fer fram á Vestmannaeyjavelli hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja dagana 19.-21. ágúst.
Alls eru 8 klúbbar sem taka þátt og þar sem að keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í 2. deild 2021 í +50 ára. Neðsta liðið fellur í 3. deild. Leikið er í tveimur riðlum og komast tvö efstu liðin í undanúrslit.
Hægt er að fylgjast með úrslitum á golf.is og auðvitað með því að mæta á völlinn og fylgjast með okkar bestu kylfingum spila holukeppni. Hér má sjá sveit GV sem tekur þátt í mótinu. Hana skipa Aðalsteinn Ingvarsson, Guðjón Grétarsson, Hlynur Stefánsson, Helgi Bragason, Helgi Sigurðsson, Jóhann Pétursson, Jónas Jónasson, Sigurjón Hinrik Adolfsson og Sigurjón Pálsson, undir styrkri liðsstjórn Eyþórs Harðarsonar og Sævars Guðjónssonar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst