Ísleifur kveður Ísland
Isleifur Last Opf 1024 20241009 172157
Ísleifur siglir úr heimahöfn í síðasta sinn. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Síðdegis í dag hélt áhöfn Ísleifs VE úr heimahöfn. Ferðin markar tímamót þar sem siglt verður með skipið utan til niðurrifs. Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri segir í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn að ferðinni sé heitið til Esbjerg í Danmörku. „Þetta eru um 1000 mílur. Við áætlum að vera fjóra sólarhringa á leiðinni.” segir hann.

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að hirða allt heillegt úr skipinu, utan þess sem þarf til siglingarinnar út. Þegar þangað verður komið verður farið í að fjarlægja það sem eftir er úr skipinu og það fer svo í framhaldinu í niðurrif.

Skipið kom til Vinnslustöðvarinnar árið 2015, frá HB Granda. Það hét áður Ingunn AK og var smíðað í Chile árið 2000. Skráð lengd er 65,18 metrar, breidd 12,6 metrar og er hann rétt tæp 2000 brúttótonn. Vélin er MAK 5870 hestöfl.

Að sögn Eyjólfs voru gerð mistök í smíðinni. Skipið var talsvert þyngra en systurskipin, og úr varð að það þurfti að lengja skipið vegna þess, svo að það héldi stöðuleika. Hér að neðan má sjá myndband frá því í dag. Myndbandið er tekið um borð í Ísleif sem og þegar haldið var af stað í þessa síðustu siglingu. Fleiri myndir frá því dag má sjá hér.

Play Video

Nýjustu fréttir

Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.