Ísleifur kveður Ísland
9. október, 2024
Isleifur Last Opf 1024 20241009 172157
Ísleifur siglir úr heimahöfn í síðasta sinn. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Síðdegis í dag hélt áhöfn Ísleifs VE úr heimahöfn. Ferðin markar tímamót þar sem siglt verður með skipið utan til niðurrifs. Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri segir í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn að ferðinni sé heitið til Esbjerg í Danmörku. „Þetta eru um 1000 mílur. Við áætlum að vera fjóra sólarhringa á leiðinni.” segir hann.

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að hirða allt heillegt úr skipinu, utan þess sem þarf til siglingarinnar út. Þegar þangað verður komið verður farið í að fjarlægja það sem eftir er úr skipinu og það fer svo í framhaldinu í niðurrif.

Skipið kom til Vinnslustöðvarinnar árið 2015, frá HB Granda. Það hét áður Ingunn AK og var smíðað í Chile árið 2000. Skráð lengd er 65,18 metrar, breidd 12,6 metrar og er hann rétt tæp 2000 brúttótonn. Vélin er MAK 5870 hestöfl.

Að sögn Eyjólfs voru gerð mistök í smíðinni. Skipið var talsvert þyngra en systurskipin, og úr varð að það þurfti að lengja skipið vegna þess, svo að það héldi stöðuleika. Hér að neðan má sjá myndband frá því í dag. Myndbandið er tekið um borð í Ísleif sem og þegar haldið var af stað í þessa síðustu siglingu. Fleiri myndir frá því dag má sjá hér.

Play Video
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.