Jafn aðgangur fyrir öll börn
Hannes Kristinn Sigurðsson

Ég vill skoða möguleikann á að öll börn upp að 8 ára aldri hafi jafnan aðgang af öllum íþróttum með einu sanngjörnu gjaldi!

Hver þekkir ekki að vera búinn að klára frístundarstyrkinn í eina íþrótt og barnið missir áhugan og vill stunda aðra íþrótt ? Eflaust hafa margir foreldrar þurft að neita börnum sínum á þessum forsendum.

Það kostar fyrir félög að halda úti íþróttastarfi með eins miklum metnaði og gert er en væri hægt með samstilltu átaki að gera jafnan aðgang fyrir öll börn með einu gjaldi. Þó með hámarki um tvær til þrjár íþróttir í einu, þetta mun skila sér í sterkari einstaklingum enda hreyfiþroski á yngstu stigum mjög mikilvægur og fjölbreytni greina.

Það getur tekið börn mis langan tíma að finna sig þegar það kemur að íþróttum og hvað hvert barn fótar sig best í hverju sinni.

Það er mjög mikilvægt félagslega og þroskandi fyrir öll börn að hafi jafnan aðgang óháð fjárhag, íþróttir eru jú besta forvörnin og öllum holl.

Hannes Kristinn Sigurðsson
Undirritaður bíður sig fram í 4.-5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í komandi prófkjöri.

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.