ÍBV mætti HK í fyrsta leik Ragnarsmótsins í dag. Leiknum lauk með jaftefli 25-25. Hrafnhildur �?sk Skúladóttir, þjálfari ÍBV sagði í samtali við vefsíðuna
fimmeinn.is að hún væri nokkuð sátt með framistöðu liðsins en ekki er langt síðan að hópurinn varð full mannaður. Næsti leikur liðsins fer fram á föstudaginn klukkan 20:00 gegn deildar-, bikar-, og Íslandsmeisturum Gróttu.
Mörk ÍBV skoruðu þær: Vera Lopez 8, Ester �?skarsdóttir 5, Gréta 5, Kristrún �?sk Hlynsdóttir4, Drífa �?orvaldsdóttir 2 og Telma Silva Amado 1.