Ég skrapp til Vestmannaeyja um síðustu helgi til að fylgjast með einu af barnabörnunum á Shell mótinu. Það þarf nú aldeilis skipulagningu til að láta slíkt mót ganga upp. Keppt var á öllum völlum í Eyjum og gaman að fylgjast með áhuga strákanna,þarna eru örugglega framtíðar knattspyrnumenn okkar. Það eru 25 ár liðin frá því svona mót var fyrst haldið. Ég sat þá í bæjarstjórn og beiðni íþróttafélagsins um að halda svona mót fékk strax góðan stuðning bæjaryfirvalda.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst