Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja voru teknar fyrir fundargerðir vegna framkvæmda við Eldheima, eða Pompei norðursins eins og svæðið er alla jafna kallað. Til stendur að reisa þar glæsilegt safnhús, þar sem byggt er yfir eitt af þeim húsum sem grófust undir vikur í hlíðum Eldfells. Í fundargerðinni segir að jarðvegsvinna hafi farið allverulega fram úr áætlun.