Það er einhver barnsleg gleði sem fylgir aðventunni og jólunum sjálfum ár hvert.
Ég hugsa oft til þess þegar ég bjó á Vestmannabrautinni, sem ung stúlka, og við vinkonurnar biðum alltaf spenntar eftir því að bjallan færi upp í Bárugötunni á milli kaupfélagsbúðanna. Þá voru jólin komin í okkar huga.
Við höldum mörg hver í gamlar hefðir sem tengdar eru jólum og áramótum, eins og að kynslóðirnar spili saman. Jólahátíðin er mikilvægur þáttur í samskiptum og samveru hjá fjölskyldum og vinum. Það skiptir okkur öll máli að geta átt þessa stund með okkar fólk á þessum árstíma, skapa minningar og hefðir sem verða partur af lífi okkar.
Árið sem nú er að líða hefur á margan hátt verið gott og gjöfult fyrir okkur sem erum svo heppin að búa hér í Vestmannaeyjum. Uppbygging og ný tækifæri eru að líta dagsins ljós og er framtíðin spennandi. Að byggja upp gott samfélag er langhlaup og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á.
Kæru Eyjamenn ég óska ykkur gleðilegra jóla og vona að nýtt ár verði okkur öllum gæfuríkt og gott.
Hátíðarkveðja
Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.