Ýmislegt jólalegt verður um að vera á Eyrarbakka helgina 13. og 14. desember.
Jólamarkaður verður í Gónhól. Jólasveinninn kemur með pokann sinn, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir kynnir diskinn sinn og syngur með sinni engilblíðu og fallegu rödd. Ekki spillir undirleikur Vignis Stefánssonar fyrir, þau eru stórkostlegt par.
Regína verður með sitt Gallerý opið.
Rauða Húsið verður með spes jólatilboð.
Í Húsinu mun andi liðinna jóla verða uppvakinn með einstakri sýningu á gömlum jólatrjám.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst