Jólasýningin Jólasveinar ganga um gólf fer fram á Háaloftinu í Höllinni, í desember. Sýningin er einstaklega skemmtileg upplifun fyrir yngstu kynslóðina sem og alla fjölskylduna og hefur hún fest sig í sessi sem hlý og hátíðleg jólahefð þar sem börn og fullorðnir koma saman og njóta.
Á sýningunni mæta jólasveinar og syngja með börnunum vinsælustu og kunnustu jólalögin og segja skemmtilegar sögur inn á milli. Börnin fá einnig tækifæri til að spyrja jólasveinana spurninga og taka þátt í gleðinni.
Uppselt var á sýningarnar í fyrra. Fyrstu sýningar fara fram næstkomandi helgi.
Sýningardagar eru þessir:
6. desember
7. desember
20. desember
21. desember
Sýningarnar hefjast kl. 14.00 og húsið opnar 13.30.
Miðasala á tix.is



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst