Jólin kvödd með álfadansi, þrettándagleði og álfadansi

Hinn árlegi álfadans UMF. �?órsmerkur verður haldinn að Goðalandi Fljótshlíð, laugardaginn 6. janúar n.k. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir fallegsta, álfalegasta og frumlegasta álfabúninginn. Að því tilefni hvetjur stjórn félagsins alla unga sem aldna, nær og fjær, til að koma með sinn eigin búning og taka þátt. Kveikt verður í bálkesti kl. 21:30 en álfar,tröll og óvættir eru beðnir um að mæta heldur fyrr eða um kl. 21. Dansleikur hefst síðan upp úr kl.23:30 og mun hljómsveitin Bermuda stýra hörkuballi fram eftir nóttu.

Sunnudaginn 7. janúar skal saman koma í �?ingborg og jólin kveðja. Bálköstur verður á staðnum ásamt vinum sínum Flugeld og Ílu. Boðið verður uppá veitingar og farið í bingó og ýmsa aðra leiki. Viljum við hvetja sem flesta til að mæta. Tekið verður á móti brennuefni á laugardaginn 6. janúar á milli klukkan 13.00 og 16.00. Svo nú er kjörinn tími til að taka aðeins til í kringum sig og brenna draslið. �?eir sem eru uppteknir á þessum tíma og geta ekki mætt, geta haft samband við brennukónginn Geir í síma: 660-6994.

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.