Tónleikarnir Jólin alls staðar verða í kvöld í Landakirkju klukkan 20:00 en á tónleikunum koma fram söngvararnir Regína Ósk, Guðrún Árný, Guðrún Gunnars og Jógvan, ásamt fjórum hljóðfæraleikurum og barnakórnum Litlu lærisveinunum. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð hópsins í kringum landið en upphaflega áttu tónleikarnir í Eyjum að vera 2. desember en þá var ófært. Tónlistarmennirnir gefa sér hins vegar tíma í kvöld til að syngja fyrir Eyjamenn.