Jón Inga skrifar undir tveggja ára samning

Eyjamaðurinn Jón Ingason hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV en hann þarf varla að kynna fyrir Eyjamönnum sem hafa fylgst með boltanum síðustu 10 ár. Jón er á sínu 28. aldursári og lék sem miðvörður og vinstri bakvörður í sumar.

Jón er frábær leikmaður og liðsmaður sem kom vel inn í lið ÍBV á liðnu ári eftir erfið meiðsli sem gerðu það að verkum að hann gat ekkert leikið á tímabilinu 2021. Hann lék 14 leiki í ár og 23 leiki árið 2020, það ár var hann leikmaður ársins hjá ÍBV, eftir að hann kom aftur til liðsins frá Grindavík en árin þar áður lék hann með þeim í efstu deild.

Jón, sem lék með öllum yngri flokkum ÍBV, var lykilmaður í liði ÍBV sem fór alla leið í úrslitaleik Borgunarbikarsins árið 2016 þar sem liðið lagði FH, Stjörnuna og Breiðablik að velli á leið sinni í úrslitaleikinn.

Jón á samtals 183 meistaraflokksleiki skráða hjá KSÍ og þeim mun því halda áfram að fjölga í ÍBV treyjunni á komandi árum.

Frétt frá ÍBV.

 

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.