Kæra ákvörðunina til mat­vælaráðuneyt­is
Vestmannaey VE við bryggju í Eyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Berg­ur-Hug­inn ehf. hef­ur lagt fram kæru til mat­vælaráðuneyt­is­ins vegna ákvörðunar Fiski­stofu um að svipta tog­ar­a félagsins Vest­manna­ey VE-54 leyfi til að veiða í tvær vik­ur í byrjun næsta árs fyr­ir vigt­un­ar­brot. Fréttavefurinn mbl.is greinir frá.

Fram kemur í umfjölluninni að útgerðarfélagið krefjist þess að ákvörðun Fiski­stofu verði ógilt en að öðrum kosti að fresta refs­ing­unni á meðan mat­vælaráðuneytið hef­ur kær­una til meðferðar. „Svipt­ing leyfa til veiða er þung­bær refs­ing,“ seg­ir í kær­unni, sér­stak­lega í ljósi þess að um stutt­an fyr­ir­vara er að ræða. Svipt­ing­in mun taka í gildi rúm­um mánuði eft­ir að kær­an var gef­in út.

Berg­ur-Hug­inn tel­ur ekki neinn ásetn­ing hafa legið að baki þess að bíl­stjóri á veg­um Eim­skips hafi ekið á brott með rúm tíu tonn af ýsu held­ur hafi verið um mann­leg mis­tök að ræða sem leiddi til þess að bíl­stjór­inn fór ekki á bíl­vog og fékk ekki vigt­un­ar­nótu. Í ákvörðun­ Fiski­stofu seg­ir það hins veg­ar ekki skipta máli þar sem ábyrgðin á því að afli sé vigtaður á herðum skip­stjóra.

Tel­ur Berg­ur-Hug­inn að Fiski­stofa hafi ekki út­skýrt með full­nægj­andi hætti hvernig viðvera skip­stjóra og áhafn­ar­meðlima hefði getað komið í veg fyr­ir at­b­urðarás­ina sem leiddi til mann­legra mistaka sem ökumaður Eim­skipa gerðist sek­ur um. Tel­ur fé­lagið einnig að meðal­hófs hafi ekki verið gætt í ákvörðun Fiski­stofu og að stofn­un­in hafi með engu móti sinnt rann­sókn­ar­skyldu sinni með full­nægj­andi hætti, „m.a. með því að hafa ekki rætt við þá starfs­menn fé­lags­ins sem viðstadd­ir voru vikt­un­ina.“

Alla umfjöllun mbl.is má sjá hér.

Nýjustu fréttir

Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.