Kæru Vestmannaeyingar!

Við í H-listanum, Fyrir Heimaey, þökkum ykkur innilega fyrir það traust sem þið sýnduð okkur í kosningunum í gær. Við bættum við okkur fylgi, fengum 35,7% atkvæða, og meirihlutinn hélt velli.

Úrslitin sýna, svo ekki verður um villst, að bæjarbúar taka undir það sjónarmið okkar að Fyrir Heimaey eigi við þá sjálfstætt og mikilvægt erindi – og því munum við sinna af alvöru, alúð og kostgæfni.

Niðurstöður kosninganna sýna líka að meirihluti bæjarbúa treystir þeim bæjarstjórnarmeirhluta sem haldið hefur um stýrið undanfarin fjögur ár. Það er því eðlilegt að látið verði reyna á hvort ekki sé grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi við Eyjalistann. Þær samræður hefjast strax á morgun.

Takk aftur fyrir traustið Eyjamenn!

Fyrir hönd H-listans, Fyrir Heimaey,
Páll Magnússon, oddviti.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.