Kalla eftir viðbrögðum Vegagerðarinnar
sandd_DSC_1976
Álfsnes við dýpkun á milli garða í Landeyjahöfn. Eyjar.net/ÓPF

Samgöngur til Eyja hafa verið mikið í umræðunni í vetur vegna erfiðleika. Í fyrradag stóð til að haldinn yrði íbúafundur þar sem íbúar hefðu tækifæri til að spyrja innviðaráðherra og vegamálastjóra um aðgerðir til að bæta stöðuna og um framtíðarsýn á samgöngur fyrir Vestmannaeyjar. Ekki varð af fundinum þar sem innviðaráðherra komst ekki til Eyja. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja, sem kom saman til fundar í gær.

Í fundargerðinni segir jafnframt að bæjarstjórn hafi átti fund með vegamálastjóra og forstöðumanni hafnarsviðs Vegagerðarinnar um stöðu Landeyjahafnar. Ráðið ræddi einnig svör Vegagerðarinnar við fyrirspurn frá síðasta fundi um það hvernig Björgun hefur staðist skilyrði útboðs um dýpkun Landeyjahafnar.

Bæjarráð harmar það að íbúafundurinn hafi ekki farið fram og leggur þunga áherslu á að hann verði haldinn sem fyrst.

Fram kemur í niðurlagi í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn að verktakinn ráði ekki við að dýpka við þær aðstæður líkt og eru núna þar sem dýpið í hafnarmynninu er ekki nema 3 metrar. Við þessu þarf Vegagerðin að bregðast eins fljótt og hægt er.

Á fundinum var lagt fram svar Vegagerðarinnar við fyrirspurn bæjaryfirvalda um dýpkun í Landeyjahöfn.

„Ekkert rif framan við ströndina“

Í svarinu segir m.a. að það magn sem þarf að fjarlægja eftir hvern storm er um 12.000 m3 sem telst ekki vera mikið magn. Vandamálið er hins vegar það að dýpkunarskipið þarf að sæta færis eftir sjávarföllum þegar svo grunnt er í höfninni. Einnig þarf að víkja 1 sinni til 2x sinnum fyrir Herjólfi á háflóði sem tefur enn afköst skipsins. Álfsnes er með afkastagetu upp á 15.000 m3/dag en þau fara niður í 1.500-2.000 m3/dag þegar svona grunnt er í höfninni. Afköst skipsins aukast fyrst þegar dýpi er orðið 5 m og ekki þarf að haga vinnu eftir flóði.

Ströndin vestan við Landeyjahöfn er í jafnvægi milli ára samkvæmt mælingum sem Vegagerðin hefur gert með reglulegu millibili. Ströndin rétt austan við Landeyjahöfn er ekki í jafnvægi og rétt við ós Markarfljóts er ekkert rif framan við ströndina þar sem mest allur sandflutningur langsum eftir ströndinni á sér stað. Í austan áttum beinist því mest allur sandflutningurinn á hafnarmynnið en ekki við rifið.

Markarfljótsós færst nær höfninni

Ljóst er að árin 2020-2022 náðist mjög góð nýting til Landeyjahafnar þó svo að öldulega séð hafi árin ekki verið þau bestu sem við höfum séð. Þá var viðvarandi suðvestan átt og sandflutningur til hafnarinnar lítill og í nokkurskonar jafnvægi. Þá var einnig Markarfljótsós í um 3 km fjarlægð frá Landeyjahöfn en er í dag í um 2 km fjarlægð.

Ef fjarlægð milli ós Markarfljóts og Landeyjahafnar verður festur í um 4 km fjarlægð er líklegt að höfnin verði ekki jafn viðkvæm fyrir þessum breytingum í veðrinu. Vegagerðin er að undirbúa frekari rannsóknir á byggingu mannvirkja á rifinu og einnig byggingu varnargarða til þess að hliðra ós Markarfljóts um 3 km. Sú framkvæmd er háð samningum við landeigendur og líklega umhverfismati, segir í svarinu.

Kröfur til verktaka

Þá segir að yfir vetrarmánuðina þurfi stöðuga viðhaldsdýpkun við Landeyjahöfn. Í útboðsgögnum eru gerðar kröfur til verktaka um við hvaða aðstæður skal vinna á hverju svæði, sjá mynd að neðan.

Í tæknikröfum útboðsins er gert ráð fyrir að afkastageta skipsins sé að minnsta kosti 15.000 m3/dag. Afkastagetan í hafnarmynni þarf að vera amk. 10.000 m3/dag þegar Hs=1,7m, öldulengd L=70m og dýpi = -5,0 m. Tekið er fram að þegar dýpi er undir –4,0 m skal verktaki vinna eftir sjávarföllum. Vinnutími getur þá verið 3-6 klukkustundir á sólarhring eftir aðstæðum. Einnig þarf skipið að víkja fyrir Herjólfi sem þarf líka að nýta sjávarfallagluggann.

Upplegg Vegagerðarinnar með útboðinu var að skipið gæti fjarlægt þetta efni á 1-2 dögum. Með því væri hægt að ná nýtingu hafnarinnar upp og sem sjaldnast væri felld niður ferð vegna dýpi. Verktakinn uppfyllir hámarksafköst skips, hefur nýtt alla veðurglugga til dýpkunar en hefur ekki náð að uppfylla afköst þegar mest á reynir, þ.e. þegar dýpi er takmarkað en veður gott.

Tengdar fréttir

https://eyjar.net/ofaer-til-siglinga-storan-hluta-vetrarins/

https://eyjar.net/fratafir-i-landeyjahofn/

https://eyjar.net/gerdu-athugasemdir-vid-afkost-daeluskips/

https://eyjar.net/619-milljonir-i-landeyjahofn-i-fyrra/

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.