Karfatúr hjá Vestmannaey
DSC_7361
Fyrir sjómannadagshelgina landaði Vestmannaey VE fullfermi af karfa í Eyjum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson.

Nú fyrir sjómannadagshelgina landaði Vestmannaey VE fullfermi af karfa í Eyjum. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að það sé alllangt síðan skipið hafi farið í hreinan karfatúr.

„Við stoppuðum einungis í einn sólarhring á miðunum þannig að veiðin var virkilega góð. Aflinn fékkst suðvestur af Reykjanesi nánar tiltekið í Sparisjóðnum og vestur af Þjóðverjahólum. Aflinn fór beint í gáma sem fara til Þýskalands. Að löndun lokinni tók við sjómannadagshelgi sem tókst afskaplega vel. Ég held að menn hafi skemmt sér alveg konunglega. Það verður síðan haldið til veiða á ný um hádegisbil (í gær),” segir Birgir Þór.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.