„Að sjá menningarmálaráðherrann sirka tveimur klukkutímum síðar koma með yfirlýsingar um milljarða útgjöld í stækkun Þjóðleikhússins. Sem enginn gerði sér grein fyrir að væri einhver knýjandi þörf á. Þetta finnst mér vera mikil spurning um trúverðugleika. Því að trúverðugleikinn í þessum efnum er þess eðlis að ef hann hverfur að þá aukast verðbólguvæntingarnar.“
Sami Páll hefur einmitt staðið í stafni fyrir gerð minnisvarða sem áætlað er að kosti á þriðja hundrað milljónir króna á Heimaey, og það gegn vilja meirihluta bæjarbúa.
Nú er hvíslað um það í bænum að enginn geri sér heldur grein fyrir að knýjandi þörf væri á slíkum minnisvarða eða listaverki eins og forsetinn vill kalla þetta í dag. Sér í lagi þar sem ekki er til fjármagn í brýnni verkefni í sveitarfélaginu. Ekki má heldur gleyma því að sá sem í stafni stendur hefur herjað á þennan sama ríkissjóð um að hjálpa til með að fjármagna verkið. Ja, margt er skrýtið í kýrhausnum!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst