Eyjamenn unnu í kvöld afar mikilvægan sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks þegar liðin mættust á Kópavogsvellinum. Lokatölur urðu 1:2 fyrir ÍBV en staðan í hálfleik var 1:1. Kelvin Mellor spilaði í kvöld sinn síðasta leik fyrir ÍBV en hann hefur verið í láni hjá ÍBV frá enska félaginu Crewe en hann heldur af landi brott í fyrramálið. Kelvin kvaddi ÍBV hins vegar með marki og það af dýrari gerðinni en hann þrumaði boltanum í netið af um 20 metra færi, algjörlega óverjandi.