Hin bráðskemmtilegi karakter úr þáttunum Fangavaktin, Kenneth Máni mætir á Háaloftið miðvikudaginn 22. apríl næstkomandi. Forsala aðgöngumiða hefst í Tvistinum í dag kl. 14.00 og er takmarkaður sætafjöldi í boði.
Kenneth Máni stærsti smáglæpamaður landsins, hefur stolið senunni í Borgarleikhúsinu að undanförnu. �?etta er ekki fræðandi en mjög fyndið skemmtikvöld sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. En á sýningunni mun Kenneth, sem er góðkunningi lögreglunnar sem sló í gegn í Fangavaktinni, útskýra lífið og tilveruna.
En í tilkynningu um sýninguna segir:
�??VIÐ ERUM KANNSKI GL�?PAMENN … EN VIÐ ERUM ALLA VEGA EKKI �?HEIÐARLEGIR�??
Kenneth Máni Johnson, um tíma Ketill Máni Áslaugarson, vann fyrir Georg Bjarnfreðarson í Fangavaktinni. Kenneth er eilífðarfangi sem glímir við lesblindu, athyglisbrest, ofvirkni og almennt hömluleysi. En hann er alveg óhræddur við að segja áhorfendum frá þessu öllu saman og svara spurningum þeirra um ,,lívið og tilverunna�?�.
Ekki fræðandi en mjög fyndið skemmtikvöld þar sem Kenneth Máni lætur dæluna ganga svo engar tvær sýningar eru eins.
Byggt á samnefndri persónu úr sjónvarps- þáttaröðinni Fangavaktin eftir Jóhann �?var Grímsson, Jón Gnarr, Jörund Ragnarsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Bragason. Unnið í samstarfi við Sagafilm.
Aðstandendur
Höfundar: Saga Garðarsdóttir, Jóhann �?var Grímsson og Björn Thors | Leikstjóri: Bergur �?ór Ingólfsson | Leikmynd: Móeiður Helgadóttir | Búningar: Helga Rós Hannam | Lýsing&hljóð: Garðar Borgþórsson | | Leikari: Björn Thors